Ofbeldið burt!

Einn dapurlegasti ljóður á samfélagi okkar er það ofbeldi sem brýst reglulega út á galeiðu næturlífsins í Reykjavík. Fólskulegar árásir illmenna á blásaklaust fólk sem í sumum tilfellum nær sér aldrei að fullu, er með öllu óviðunandi og löngu tímabært að skera upp herör gegn. Í langflestum tilfella af þessu tagi eru örvandi efni hvatinn að ofbeldinu, oft í bland við áfengi. Þeir sem verða örvita af neyslu örvandi efna geta orðið svo ógnvænlegir og hættulegir að jafnvel harðsvíraðir lögreglumenn og þjálfaðir öryggisverðir hugsa sig svisvar um áður en þeir treysta sér í átök við slíkt lið. Slíkt vekur óneitanlega upp spurningar um hvort tímabært sé að lögreglumenn hefji beitingu óhefðbundninna aðferða við að hemja og ráða niðurlögum rusta á borð við þá sem vikulega ganga í skrokk á blásaklausu fólki í miðri Reykjavíkurborg. Ljóst er að þolinmæðin og umburðarlyndið sem þessu liði hefur verið sýnt á undanförnum árum hefur engan árangur borið.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.