Októberhátíð í miðborginni laugardaginn 11.október

N.k. laugardag 11.október verður efnt til Októberhátíðar í miðborginni í þýsk-íslenskum anda uppskeruhátíðar, töðugjalda og almennrar haustgleði.

Verslanir verða opnar lengur en ella, viðmiðið er kl. 18:00 og munu sumir eflaust hafa opið lengur. Frá kl. 14:00 munu fjölmargar verslanir bjóða upp á léttar veitingar, munngát og sértilboð af ýmsum toga, jafnvel eigin tískusyningar eða tónleika. Lifandi tónlist verður á fjölmörgum stöðum og spáð er fyrirtaks veðri.

Næg bílastæði er að finna á helstu stöðum að ekki sé minnst á bílastæðahúsin fjölmörgu.

 

Untitled
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.