Opinn fundur rekstraraðila með embættismönnum borgarinnar á Hótel Borg

“Stóra skiltamálið” er eitthvað sem rekstraraðilar við Laugaveg og  Skólavörðustíg kannast við frá fyrri viku, en þá fjarlægðu starfsmenn borgarinnar fyrirvaralaust öll skilti af þeim götum og brá mörgum við.

Í kvöld, miðvikudag 20.nóvember kl. 18:15 verður á Hótel Borg haldinn opinn fundur þar sem rekstraraðilum gefst kostur að á að spyrjast fyrir um afdrif skilta sinna og mögulega endurheimtu þeirra, gildandi reglur og leiðbeiningabæklinga sem ekki virðast allir á eitt sáttir með, m.a.s. innan borgarkerfisins. Lögfræðingar, fulltrúi Byggingarfulltrúa og fleiri starfsmenn borgarinnar sitja fyrir svörum.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík