Opnunarkvöld Vetrarhátíðar á fimmtudag

img_145145373579413_large

Opnunarkvöld vetrarhátíðar verður á fimmtudaginn kemur, en þar verður ljósahjúpi Hörpu breytt í risastóran gagnvirkan striga, sem gestum og gangandi er kleyft að skreyta með sýndarmálningu. Hátíðin verður sett af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Hátíðin stendur 4.-7. febrúar en öll sex bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins taka þátt. Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru auk gagnvirka sjónarspilsins á Hörpu meginstoðir hátíðarinnar ásamt öðrum ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið, en fjölda margar stofnanir og listamenn taka þátt, en viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið hátíðarinnar.

Dagskrá Vetrarhátíðar er með fjölbreyttasta móti í ár og má nálgast hana hér:

http://vetrarhatid.is/dagskra

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík