Opnunartími á aðventunni

Jólaopnanir verða til kl. 22:00 öll kvöld frá og með fimmtudeginum 14.desember til og með Þorláksmessu, 23. desember, en þá er opið skv. venju til kl. 23:00. Bókaverslanir, ferðamannaverslanir og ýmsar aðrar verslanir eru að jafnaði opnar til kl. 22:00 sérhvert kvöld og víst er að allmargir munu lengja opnunartíma sinn fyrr á aðventunni.

Samræmdu jólaopnanirnar hefjast á sama degi og opnaður verður veglegur jólamarkaður á Hjartatorgi Hljómalindar þar sem jólamarkaðir voru haldnir árum saman. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun opna jólamarkaðinn þann dag, sumsé kl. 16:00 fimmtudaginn 14.desember með lúðrablæstri og söng og eru allir hvattir til að mæta þá og taka þátt í skemmtilegum viðburði.

Uppsetning jólalýsingar er þegar hafin og er stefnt að því að öll jólalýsing og allt jólaskraut verði komið upp 20.nóvember n.k.

Screen Shot 2016-12-14 at 21.30.33
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík