Langur laugardagur er jafnan fyrsti laugardagur hvers mánaðar með tilheyrandi auglýsingum og viðburðahaldi. Nú fellur 4.apríl, fyrsti laugardagur apríl á páskahelgi og verður því seinkað um viku hefðbundnum auglýsingum og viðburðahaldi – til 11.apríl sem verður þannig hinn Langi laugardagur aprílmánaðar.
Opnunartímar í miðborginni verða hjá fjölmörgum umrædda helgi á skírdag og annan í páskum sem um sunnudag væri að ræða, þ.e. þeir sem á annað borð hafa opið á sunnudögum gera það gjarnan milli 13:00 og 17:00. Flestir hyggja á lokun föstudaginn langa, venjulega laugardagsopnun til kl. 16:00 laugardaginn fyrir páska og lokun á páskadag. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna er þó í borginni á þessum tíma og er ljóst að fjölmargar verslanir hyggjast nýta sér það um komandi páska.