Peysuklæddir menntskælingar á kreiki í miðbænum

29 apríl, 2016 Fréttir
imgres-4

Nemendur Verzlunarskólans létu hráslagalegt veður ekki aftra sér í gær, en þá var hinn ár­legi peysu­fata­dag­ur fjórðubekk­inga í Verzl­un­ar­skól­an­um haldinn með pompi og pragt eins og hefð er fyrir síðan árið 1924 þegar fyrsti peysufatadagur verzlunarskólans var haldinn. Víða mátti því sjá prúðbúið ungt fólk á kreiki í miðborg Reykja­vík­ur sem setti skemmtilegan svip á daginn. Venju samkvæmt hófst dagskráin í Bláa sal Verzlunarskólans. Þaðan var haldið á Hlemm og svo gengið niður Laugaveginn að Ingólfstorgi þar sem stiginn var dans undir harmónikkuleik.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki