PIANO MAN – Bestu lög Billy Joel og Elton John í Hörpu

Lagasmiðunum og söngvurunum Billy Joel og Elton John verður gert hátt undir höfði í næstu tónleikasýningu Rigg viðburða sem ber heitið PIANO MAN. Sýningin inniheldur margar af þeirra bestu og vinsælustu tónsmíðum og er víst að úr vöndu er að velja. Að venju verður einnig ýmiss skemmtilegur fróðleikur um listamennina og stiklað á stóru á ferli þeirra. Alls hafa þeir félagar selt um 500 milljónir platna samanlagt og hafa ótal mörg lög þeirra setið á vinsældarlistum víða um heim. Hver kannast ekki við lög eins og Piano Man, Your Song, Tell her about it, Just the way you are, Goodbye yellow brick road, Tiny dancer, Uptown girl, Moving out, Daniel, Honesty, Crocodile rock og The longest time.? Öll þessi lög og fleiri til verða flutt í glæsilegri umgjörð í Eldborgarsal Hörpu 28. október kl. 20:00.

Söngvarar í sýningunni eru miklir aðdáendur Billy og Elton en það eru þeir Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Matthías Matthíasson. Sérstakur gestur er enginn annar en Páll Rósinkranz.

Hljómsveit Rigg viðburða er sem fyrr skipuð stórskotaliði hljómlistarmanna:

Karl Olgeirsson píanó og raddir
Ingvar Alfreðsson hljómborð og raddir
Benedikt Brynleifsson trommur
Róbert Þórhallsson bassi
Kristján Grétarsson gítar og raddir
Vignir Snær Vigfússon gítar og raddir
Sigurður Flosason blásturshljóðfæri og slagverk
Regína Ósk raddir
Erna Hrönn raddir

Framleiðendur eru Rigg viðburðir sem hafa meðal annars sett upp Heiðurstónleika Freddie Mercury, Bat out of hell-Meatloaf, AC/DC tónleikasýning, Töfra Tom Jones, Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur og Tina-Drottning Rokksins.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.