Pönksafn Íslands opnar í núllinu í Bankastræti

SVÞ 1985 nr 1

Fyrrum almenningssalernin sem kennd eru við núllið í Bankastræti verða glædd nýju lífi á næstunni en þau Guðfinnur Sölvi Karlsson, Dr. Gunni, Axel Hallkell Jóhannesson og Þórdís Claessen ætla að setja þar á á fót Pönksafn Íslands. Salernisrýmin eru beggja vegna við Bankastrætið en safnið verður í rýminu sunnan megin en bæði rýmin hafa að mestu staðið auð frá því að þeim var lokað 2006, en þau voru tekin fyrst í notkun fyrir alþingishátíðina 17. júní árið 1930. Aðstandendur safnsins standa nú í leita að efni fyrir sýninguna og leita meðal annars fanga hjá almenningi. Sýningunni henni er ætlað að rekja sögu pönksins á Íslandi og fanga tíðaranda tímabilsins með munum og ljósmyndum. Fjórmenningunum þykir rýmið síður en svo of lítið og mjög vel til þess fallið að hýsa safnið sem þeir segja vera hyllingu á pönkinu sem í þeirra huga hafi undirbúið jarðveginn fyrir velgengni íslenskrar tónlistar í dag. Ætlunin er að opna safnið í tæka tíð fyrir Airwaves hátíðina. Núllið gengur sumsé í endurnýjun lífdaga á næstunni og tekur Miðborgin Okkar því fagnandi.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík