Leirlistavinnustofa Ragnheiðar

Njálsgata 58a, 101 Reykjavík

Ég er lærður myndlistarmaður og hönnuður, lauk Mastersgráðu í Iðnhönnun árið 1998 í Domus Academy í Mílanó á Ítalíu og Diploma í Myndlist árið 1991 við L’école des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi.

Ég hef haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hef ég staðið að framkvæmd nokkurra þeirra og þá einnig hannað boðskort, bæklinga og plaköt tengd þeim sýningum (starfa einnig sem auglýsingahönnuður). Einnig hef ég hannað verðlaunagripi fyrir Þróunarfélag miðborgarinnar og Nýsköpunarsjóð forseta Íslands og eru verk eftir mig í eigu opinbera aðila, þ.á.m. EFTA í Brussel og íslenska sendiráðsins í Tókyo.

Verk mín vísa í senn til hversdagslegra hluta og náttúrulegra forma, fyrirbæri úr frumformum jarðarinnar og þjóðtrúar, eftirmyndir með nýtt hlutverk í samtíðinni. Í mótun verkanna er örfínn þráður á milli náttúrulegra og menningarlegra þátta. Litirnir í verkunum kalla fram áferð litbrigða náttúrunnar, sem eru óteljandi og alls ekki eintóna. Allt frá óttalegum og fjandsamlegum eða eins og óspillt uppspretta undir köldum klaka.

Ég leik mér á jaðri handverks og iðnaðar, ekkert af verkum mínum eru nákvæmlega eins. Ég leyfi handverkinu að njóta sín. Ég vil að það sjáist að hlutirnir eru handgerðir, hvort eru renndir, steyptir eða handmótaðir.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.