Rekstraraðilar Gömlu hafnar og Granda þétta raðirnar

Miðvikudaginn 29.apríl var í höfuðstöðvum Íslenska sjávarklasans haldinn fjölmennur stofnfundur nýrrar deildar rekstraraðila í miðborginni, Deildar 8.  Það voru rekstraraðilar Gömlu hafnar og Granda sem fjölmenntu ásamt yfirmönnum Faxaflóahafna, Miðborgarinnar okkar o.fl. , þeirra erinda að þétta raðirnar með það að höfuðmarkmiði að efla svæðið, merkja það, kynna og gera að sjálfsögðum viðkomustað þeirra sem leggja leið sína í miðborgina.

48 manna fulltrúaráð var komið á fót á fundinum og speglaði það fjölda mættra. Þá var valin bráðabirgðastjórn skipuð þeim Guðbrandi Benediktssyni, Jóel Pálssyni, Þurý Hannesdóttur, Birgi Gunnerssyni, Gunnari Sigurðssyni, Birgittu Ásgrímsdóttur og Ingibjörgu Snorradóttur, en stjórninni er ætlað að taka saman lykilpunkta, leggja fram drög að samþykktum og nafni er svæðið verði kynnt undir.

Formaður var skipaður Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsafna, en skrifstofa hans er í Sjóminjasafninu.

Þeir sem vilja skrá sig í hópinn eru hvattir til að senda póst á : [email protected]

Fimmtudaginn 30.apríl var síðan haldinn aðalfundur Miðborgarinnar þar sem gerð var breyting á samþykktum er heimila hinni nýju Deild 8 aðild að Miðborginni okkar . Tekur Guðbrandur sæti í stjórn frá og með 1.maí 2015.  IMG_8465807gudbrandur_benediktsson_3

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.