Reykjavík endurskoðar vígorðið “Pure Energy”

Höfuðborgarstofa stendur um þessar mundir fyrir  umræðu um með hvaða hætti borgin sé best kynnt á erlendum vettvangi, en vígorðið Pure Energy hefur verið notað í á annan áratug. Húsfyllir var í Hörpunni í febrúarlok er nokkrir fyrirlesarar fjölluðu um mörkun eða “branding” áfangastaða og mikilvægi þess að hitta í þeim efnum naglann á höfuðið. Í kjölfarið settust um 70 manns á rökstóla og skiptust á hugmyndum og skoðunum um hvaða áherslur bæri að leggja í tengslum við m.a. Menningarborgina Reykjavík, Heilsuborgina Reykjavík og fleira. Það verður spennandi að fylgjast með niðurstöðum þessarar vinnu og þeim áherslum sem lagðar verða með nýju vígorði.IMG_0087

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.