Reykjavík Midsummer Music Festival hefst í kvöld

images-3

Hin margverðlaunaða tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar hefst í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins. Þema hátíðarinnar í ár er frelsi, en hún státar af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins. Þar ber helst að nefna fiðluvirtúósana Vilde Frang og Sayaka Shoji. Eins er von á einum dáðasta víóluleikara heims, Maxim Rysanov og fjölhæfa franska píanóleikaranum Julien Quentin. Af íslenskum þátttakendum ber helst að nefna Davíð Þór Jónsson sem leikur af fingrum fram en hann er sjaldséð perla á sviði hér heima.

Markmið hátíðarinnar er að tefla saman sumum af bestu hljóðfæraleikurum heims á björtustu kvöldum ársins og bjóða áheyrendum upp á tónlist frá ýmsum tímum. Á hverju ári er valið ákveðið þema sem dagskrá hátíðarinnar hverfist um. Markmiðið er að leiða í ljós óvænt samhengi í tónlistarsögunni, kveikja forvitni áheyrenda og stefna saman tónlist frá ólíkum tímum svo úr verði spennandi listræn heild.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík