Ricky Gervais ánægður með undirtektir í Hörpu

rickygervais3333-325x182

Einn áhrifamesti breski grínisti sögunnar, Ricky Gervais, kom fram fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á sumardaginn fyrsta og svo aftur á aukasýningu daginn eftir sem uppselt var á eins og þá fyrri. Um var að ræða sýninguna Humanity, sem er fyrsta uppistandssýning Gervais í sjö ár.

Óhætt er að segja að Gervais hafi slegið í gegn hjá Íslendingum og verður lengi í minnum haft hve frábær sýningin var, en Facebook og Twitter loguðu dagana á eftir. Sjálfur virðist Ricky hafa kunnað vel við sig á Íslandi verið ánægður með viðtökurnar en hann skrifaði á Facebook eftir fyrri sýninguna: „Þvílíkir áhorfendur í Hörpu. Get ekki beðið eftir að endurtaka leikinn.“ En hann birti einnig mynd af kærustu sinni að versla á Skólavörðustígnum á Instagram síðu sinni.

Ricky Gervais hefur starfað sem leikari, söngvari framleiðandi og handritshöfundur í fjölda ára. Hann skapaði þrjá vinsæla þætti þar sem hann lék aðalhlutverk; The Office, Extras og Derek. Þessi fjölhæfi listamaður hefur unnið til fjölmargra verðlauna, þar af sjö BAFTA-verðlauna, fimm British Comedy Awards, þrjú Golden Globe verðlaun og tvö Emmy-verðlaun.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.