RIFF gengur í garð á fimmtudag

riff-2016-Kitty-Directors-portrait-hi-res-276981-400x500

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er einn mikilvægasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Hátíðin er óháð og rekin án hagnaðar en fjöldi sjálfboðaliða frá öllum heimshornum eiga þátt í henni ár hvert. Í ellefu daga er boðið uppá kvikmyndaveislu sem býður uppá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Einnig eru málþing, fyrirlestrar, tónleikar og ljósmyndasýningar. Ungir kvikmyndagerðarmenn og framsækin kvikmyndagerð eru ofarlega á baugi og eru til að mynda aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, tileinkuð kvikmyndagerðamönnum með sína fyrstu eða aðra mynd. Fjöldi erlendra blaðamanna og alþjóðlegra gesta úr faginu sækja hátíðina ár hvert og er hátíðin því mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. Hátíðin er sú þrettánda í ár og mun hún standa frá 29. september til 9. október. Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny verður heiðursgestur hátíðarinnar en stuttmyndin Kitty eftir Sevigny verður ennfremur sýnd. Auk Sevigny verða Darren Aronovsky og Deepa Metha heiðursgestir. Einnig verður verkum leikstjórans Alejandro Jodorowsky gert hátt undir höfði. Sýningar á hátíðinni verða í Bíó Paradís, Háskólabíó, Hotel Marina og Norræna Húsinu. Nálgast má dagskrána hér: http://riff.is/is/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.