RIFF

RIFF fer fram í þrettánda skipti dagana 29. sept – 9. okt 2016. RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi en RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. RIFF er sjálfstæð óháð kvikmyndahátíð sem er rekin án hagnaðar. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Hátíðin er einnig vel sótt af erlendum fjölmiðlum og fagfólki. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og ljósmyndasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði – t.d. í sundi eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni.

Dagskráin setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd.

Riff er ekki síður mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leynir sér ekki. Hátíðin reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustu myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði. Besta íslenska stuttmyndin fær verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar en Gullna eggið kemir í hlut bestu stuttmyndarinnar sem tekur þátt í Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent lab).

Ekki láta þetta fram hjá þér fara.

Sýningar fara fram á eftirfarandi stöðum:

Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.
Háskólabíó, Hagatorgi 107, Reykjavík
Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.