Risaskjár og jólaglögg á Ingólfstorgi

17 desember, 2012 Fréttir

Sú breyting á Jólabænum sem orðið hefur frá fyrri árum er sú að nú er Jólabærinn m.a. upplýstur af risaskjá sem birtir jólatengt tónlistarefni og ýmislegt fleira hátíðlegt. Þá hefur verið komið fyrir sérstöku veitingatjaldi á torginu þar sem heit súpa og ýmsar veitingar eru á boðstólum ásamt jólaglögg, en margir hafa saknað þess undanfarin ár að geta ekki “glöggvað” sig á röltinu. Margt bendir til að þessi nýbreytni mælist vel fyrir.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki