Rokk og rómantík á Laugavegi

Ný og glæsileg tískuverslun fyrir dömur opnaði á Laugavegi 62 fyrir skemmstu.  Verslunin heitir Rokk og rómantík og er í eigu Önnu Kristínar Magnúsdóttur sem jafnframt er eigandi verslunarinnar Kjólar og konfekt á Laugavegi 92.

Rokk og rómantík blandar skemmtilega saman eggjandi tísku, snyrtivörum og undirfatnaði, gotneskum stílbrögðum, rokki, tísku og húmor. Sumpart sambærileg við verslunina Agent Provocateur í Lundúnum sem stofnuð var á níunda áratugnum af Joseph Corré, syni Vivienne Westwood, en mun fjölbreytilegri og nútímalegri.

Tíðindamaður Miðborgarinnar okkar leit við í versluninni og var óðara drifinn í glæsta silkiskikkju með loðkraga og prýddur ögrandi grímu sem væri vel til þess fallin að fara mætti huldu höfði um undirheima miðborgarinnar.

Á myndinni bregður eigandi verlsunarinnar á leik eftir að veita móttöku blómvendi frá Miðborginni okkar.

í tilefni opunarinnar.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík