Sæta Svínið 8 ára – fögnum saman í Miðborginni

Miðvikudaginn 10. apríl heldur Sæta Svínið upá 8 ára afmælið sitt í Miðborginni við Hafnarstræti 1-3.

Og í tilefni dagsins eru afmælistilboð á matseðli og völdum drykkum og staðurinn er fullur af afmælisfjöri allan daginn!

🎉 Hádegi
Dj Dóra Júlía hitar okkur upp ásamt Óskari Sax. Birgitta Haukdal & Vignir taka lagið og Sirkus Íslands og Pilkinton props verður á staðnum.

🎉 Kvöld
Dj Dóra Júlía & Dj Gugga hita okkur upp og tónlistamennirnir Óskar Sax, Una Torfa, Sigga Beinteins, Diljá P og Emmsjé Gauti koma fram.

Sirkus Íslands, Gógó Starr og Pilkiton props verður á staðnum ásamt Blaðraranum og Glimmerstöðinni.

Kjallarinn
19.30 -21.30 Dragshow með Gógó Starr og gestum
22.00-24.00 Afmælis Partý Bingó með Siggu Kling
(bóka þarf sér í afmælis partý bingó)

Húsið verður stútfullt af tónlist, glimmeri, sirkus og svínslegu stuði. Ekki klikka á að tryggja þér borð 🙂

Borðapantanir á saetasvinid.is eða í síma 555-2900.

Takk fyrir átta frábær ár og hlökkum hrikalega til að sjá þig í Miðborginni og Sæta Svíninu!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.