Airwaves hátíðin er hafin!

Stemmningin á Kex hosteli var vægast sagt  frábær um hádegisbilið í dag og fólk fullt tilhlökkunnar fyrir komandi helgi! Fyrsti dagur Airwaves hátíðarinnar er genginn í garð og miðborgin iðar af mannlífi og menningu, en margir ferðamenn eru komnir hingað til landsins til að njóta hátíðarinnar. Kaffi- og öldurhús borgarinnar eru sneisafull af viðburðum á svokallaðri “of venue” dagskrá alla helgina og má búast við sannkallaðri hátíðarstemmnigu í miðborginni okkar næstu daga. Airwaves hátíðinni lýkur svo á sunnudag.

sammi5
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.