Setur skapandi greina opnar við Hlemm

 

 

 

 

Setur skapandi greina var formlega opnað sl. fimmtudag 20.mars að viðstöddu fjölmenni.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands átti frumkvæði að opnuninni í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila en í dag hýsir setrið m.a. Útón – Útflutningsskrifstofu tónlistarinnar, Iceland Airwaves, Tónverkamiðstöð og aðra tónlistartengda aðila og von er á fleirum. Setrinu var fundinn staður við hæfi – í Möguleikhúsinu sem áður  starfaði í umræddu rými sem er á jarðhæð eins glæstasta húss miðborgarinnar að Laugavegi 105. Húsið er hannað í art deco – funkis stíl og var á sínum tíma reist af Brunabótafélagi Íslands.

gluggiframmimenn

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.