Sirkus Ísland: Johanna-Maria Fritz

17 október, 2016 Fréttir

Fyrir um áratug síðan stofnaði Ástralinn Lee Nelson sirkusskóla á Íslandi. Í dag starfrækir hann og fyrrum nemendur hans fyrsta og eina íslenska sirkusinn, Sirkus Ísland. Hópurinn er samheldinn og innan hans hefur skapast ákveðinn menning. Johönnu-Mariu Fritz þótti andrúmsloftið og sú orka sem umkringir hópinn heillandi og ákvað að ganga til liðs við hann, hún varð hluti af hópnum en sá hann einnig utan frá. ,,Áhugi minn á viðfangsefninu kviknaði út frá hugsun um hversu óljóst og hverfult samband mannsins við raunveruleikann er. Ég vildi fanga augnablik sem eiga sér stað utan sviðs og sýna spennuna, léttinn og eftirvæntinguna sem sirkuslistamennirnir upplifa en áhorfendur fá aldrei að sjá. Hvað gerist þegar tjaldið fellur?”

Dagsetningar Frá: 17. okt. kl. 12:00-19:00
Til: 29. nóv. kl. 12:00-19:00

Staðsetning: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki