Sjósund í Nauthólsvík

15 nóvember, 2015 Fréttir

Sjósund nýtur vaxandi vinsælda og þykir það einstaklega gott fyrir áhugafólk um sjósund að nýta sér aðstöðu Nauthólsvíkar allt árið. Sjósund er opið fyrir alla þá sem vilja frá 16. ágúst – 14 maí ár hvert alla virka daga frá kl. 11:00 – 13:00 og á laugardögum kl. 11:00 – 15:00.

Yfir sumartímann er opið í sjósund alla daga frá 15. maí – 15. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 19:00.

Sjósund er spennandi og ögrandi íþrótt með mikilli áskorun. Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur nema í fylgd synds einstaklings, 14 ára eða eldri. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, eimbaði, búningsklefum og salernum er ókeypis á sumrin en gjald er tekið yfir vetrarmánuði.

sjosundHægt er að kaupa kaffi, kakó, te, súkkulaði, ásamt ýmsu góðgæti í Strandkaffi veitingasölu strandarinnar. Endilega hresstu þig við með því að skella þér í sjósund í Nauthólsvík! Hressir og kætir.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki