Skartgripaverslunin Orr hlaut 1.verðlaun

Fegursti jólagluggi Miðborgarinnar okkar var valinn að kveldi Þorláksmessu.Verslunin Hrím eldhús, 38 þrep og Skartgripaverslunin Orr voru tilnefndar af fagnefnd undir forystu Hafdísar Harðardóttur deildarstjóra í LHÍ  og hlutu allar verslanirnar viðurkenningu í beinni útsendingu Stöðvar 2.

1. verðlaun úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hlaut Skartgripaverslunin Orr, Laugavegi 11; Veglegan viðurkenningarskjöld, blómvönd og gjafakort Miðborgarinnar okkar. Við óskum Skartgripaversluninni Orr innilega til hamingju!

 

Screen Shot 2014-12-24 at 00.18.26
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík