Skartgripaverslunin Orr hlaut 1.verðlaun

24 desember, 2014 Fréttir

Fegursti jólagluggi Miðborgarinnar okkar var valinn að kveldi Þorláksmessu.Verslunin Hrím eldhús, 38 þrep og Skartgripaverslunin Orr voru tilnefndar af fagnefnd undir forystu Hafdísar Harðardóttur deildarstjóra í LHÍ  og hlutu allar verslanirnar viðurkenningu í beinni útsendingu Stöðvar 2.

1. verðlaun úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hlaut Skartgripaverslunin Orr, Laugavegi 11; Veglegan viðurkenningarskjöld, blómvönd og gjafakort Miðborgarinnar okkar. Við óskum Skartgripaversluninni Orr innilega til hamingju!

 

Screen Shot 2014-12-24 at 00.18.26
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki