Skoðum Reykjavík – með augum Ólafs Thors

“Jú, við erum að ljúka við að koma fyrir videolinsum í augntóftum styttunnar hér við Tjörnina” segir Hallur Heimisson tæknimaður aðspurður, en borgarstjóri lagði nýverið til að þróa enn frekar hugmynd Kjartans Magnússonar um tilfærslur á styttum bæjarins. “MP3 spilarinn með bestu ræðum leiðtogans er þegar kominn í gang” segir Hallur ennfremur með glampa í auga.

“Ræðum Ólafs Thors mætti koma fyrir í sjálfspilandi búnaði innan styttunnar og með því að koma fyrir þartilgerðum videolinsum í augntóftum og hafa  styttuna færanlega, gæfist fólki hreinlega kostur á að skoða  Reykjavík með augum Ólafs Thors” sagði borgarstjóri í ræðu  sinni á borgarstjórnarfundi sem þegar hlaut góðar undirtektir.

Photo-141
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík