Sónar hátíðin hefst í dag

12688161_779336298834142_3409633208420817733_n

Tónlist, sköpun og tækni er yfirskrift Sónarhátíðarinnar sem haldin er í Hörpu fjórða árið í röð. Yfir 60 listamenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni á fimm sviðum.
Auk aðal-sviðana tveggja, SonarClub (Silfuberg) og SonarHall (Norðurljós), mun bílakjallarinn verða vettvangur fyrir erlenda og innlenda plötusnúð. Nýja sviðið SonarPub verður í ár eins og í fyrra og einnig SonarComplex (Kaldalón) þar sem boðið verður upp á sitjandi tónleika. Hátíðin er hin glæsilegasta og skipuð einvala liði innlendra sem útlendra tónlistarmanna.

Í ár verður einnig í fyrsta sinn boðið uppá Sónar +D ráðstefnudagsskrá þar sem það nýjasta í nýsköpun, tónlist og tækni er kynnt með pallborðsumræðum, kynningum og námsskeiðum.

Dagsskrá Sónar og Sónar +D má finna hér:

https://sonarreykjavik.com/en/2016/prg/ar/list/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík