Hljómsveitin Spottarnir blæs til tónleikanna Cornelis och En Bellman í Norræna húsinu næstkomandi föstudag, 26. febrúar kl. 20:00. Miðaverð er 2500 kr, miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins.
Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í efnisskrá hljómsveitarinnar, en hún leitar líka víða fanga bæði hér heima, jafnt sem bæði vestan hafs og austan.
Til að fagna tíu ára afmælinu blæs hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu sem fyrr segir og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.
Hljómsveitin er skipuð þeim Einari Sigurðssyni leikur á bassa; Magnús R. Einarsson syngur og spilar á gítar ,Karl Pétur Smith sér um trommuleik og Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar. Þann ´siðastnefnda þekkar flestir sem Eggert feldskera á Skólavörðustígnum, en hann hefur um árabil verið einn helsti ármaður Stígsins og sannkallaður miðborgarstólpi.
Hann hefur jafnan alla þræði í hendi, jafnt í málefnum nærsamfélagsins og flíkanna annáluðu sem hann hefur sniðið og saumað af stakri kostgæfni. Spottarnir sem hann saumar feldina saman með hafa vafalítið orðið innblástur að nafni kvartettsins góða sem gleðja mun hlustir áheyrenda í Norræna húsinu næstkomandi föstudag.