Stólar á veggjum Mokka

Á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg getur um þessar mundir að líta einstaka sýningu sem Gunnar R. Kristinsson myndlistarmaður og hönnuður hefur sett saman og byggir á þekktum hönnunarlínum stóla í gegnum tíðina.

Sýningin er einstaklega falleg og fróðleg í senn og prýðir alla veggi kaffihússins góða sem stofnsett var 1958. Sýningin ber nafnið Stóll Stólar og er vel heimsóknarinnar virði, að ekki sé minnst á tækifærin sem jafnhliða felast í neyslu afbragðs kaffidrykkja og veitinga á Mokka, Skólavörðustíg 3a sem á næsta ári fagnar 60 ára starfsafmæli, ávallt á sama staðScreen Shot 2017-01-26 at 14.18.01Screen Shot 2017-01-26 at 14.18.41Screen Shot 2017-01-26 at 14.18.21.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík