Stoltgangan 2016 á morgun!

2 september, 2016 Fréttir

imgres Stoltgangan verður gengin frá Austurvelli að Norræna húsinu á morgun, 3.september, klukkan 11:30. Það er Átak, félag fólks með þroskahömlun, sem stendur fyrir göngunni en tilgangur hennar er að vekja athygli á tilvist þroskahamlaðra í samfélagi nútímans, fagna fjölbreytileikans og mikilvægi einstaklingsins í litrófi mannlífsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Stoltgangan fer fram en hún er undir yfirskriftinni ,,við göngum á ólíkan hátt – en öll í sömu átt” og standa vonir til að um árlegan viðburð verði að ræða, enda mikilvægt málefni að fatlaðir og þroskahamlaðir séu sýnilegir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Eftir gönguna verður margt skemmtilegt um að vera við Norræna húsið á Fundi fólksins. Fundur fólksins, sem hófst í dag 2.september og stendur líka á morgun, er ný árleg lýðræðishátíð í anda slíkra funda á hinum norðurlöndunum þar sem ólíkir hópar koma saman að ræða mikilvæg málefni og framtíð landsins; stjórnmálamenn, grasrótahreyfingar, fyrirtæki og almenningur. Miðborgin okkar hvetur alla til að taka þátt.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki