Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag en í dag var einnig síðari dagur tveggja af Hátíð hafsins þar sem hafnarsvæðið iðaði af mannlífi og uppákomum. Hátíðarsvæðið náði frá Hörpu gegnum Gömlu höfnina í Suðurbuktinni, gegnum Grandagarð og að HB Granda. Það voru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð sem voru meginstoðir hátíðarinnar og stóðu að glæsilegri og fjölbreyttri dagsskrá. En auk hefðbundins Sjómannadagshátíðarhalds, eins og Sjómannamessu og Skrúðgöngu var mikil og lífleg flóra af fjölskylduvænum viðburðum í boði, allt frá furðufiskasýningu og dorgveiðikeppni til ævintýralegs útileiksvæðis úr endurnýtanlegum efniviði sem var sett upp sérstaklega fyrir hátíðina. Útivistarsvæðið, sem sjá má frá hér á myndinni var samstarfsverkefni á vegum Faxaflóahafna, Saga Events, Hönnuðarins Lindu Stefánsdóttur og krukka.is og vakti með eindemum mikla lukku hjá börnunum. Lokaviðburðurinn var svo Sjómannadagsball í Eyri með útsýni að höfninni þar sem hljóðfæraleikarar úr Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík léku fyrir dansi. Blíðviðri var alla helgina og því var Hátíð hafsins með eindemum vel heppnuð og ánægjuleg í ár.