Stríð hafið gegn tyggjóklessum í miðborginni

4 mars, 2013 Fréttir

Nýlega hófst markvisst átak til útrýmingar tyggjóklessum en þeim hefur fjölgað til muna á undanförnum árum og sett leiðinlegan svip á borgina. Nýlegar skipulagsbreytingar í borgarkerfinu hafa hleypt auknum krafti í viðnám gegn þessum óskemmtilegu flekkum sem helst minna á mávaskít. Það veldur hins vegar vonbrigðum að varla er liðin vika fra hreinsun þangað til hvítu skellurnar fara að verða ráðandi að nýju, einkum í kringum skemmtistaði miðborgarinnar. Það vekur upp spurningar um hvort eðlilegt væri að slíkum resktraraðilum verði boðið að taka þátt í kostnaði við hreinsun og viðhald eigin nærumhverfis sem einnig einkennist iðulega af glerbrotum, sígarettustubbum og ýmsum mannlegum úrgangi.

IMG_0248_mid

 

 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki