Sumar í miðborginni

☀️ Staðir sem þú verður að heimsækja á sólardegi

Þegar veðrið loksins leyfir, þá umbreytist miðborg Reykjavíkur í lifandi og litríka sólarborg!. Hér er nokkar tillögur til að upplifa sólina, mannlífið og stemninguna á nokkrum af bestu stöðunum í miðborginni.

☀️ Ingólfstorg

Frábært útisvæði og notalegheit.

  • Sæta Svínið – Gastropub með mikið úrval af skemmtilegum réttum og drykkjum.
  • Fjallkonan – Stílhreinn veitingastaður með litríkan mat og frábært útisvæði.
  • Tipsy – Nútímalegur kokteilbar með frábært úrval af kokteilum og sumarlegum drykkjum

🧡 Óðinstorg (við Snaps)

Rólegt og fallegt torg með smá útlandarstemningu. Snaps sér um brönsinn og kampavínið – þú mætir með sólskins skapið

🌿 Austurvöllur

Hjarta miðborgarinnar þar sem fólk sefur í sólinni, drekkur í kaffibolla og spjallar í hópum á bekkjum og teppum.

🏛 Við Gamla Tollhúsið

Sögulegt svæði rétt við höfnina. Fullkomið til að rölta í sólinni með kaffibolla og sjávarloft í lungunum.

🍸 Petersen Svítan

Efst uppi í Gamla Bíói. Þakbar með 360° útsýni, léttari tónlist og kokteila sem smellpassa við ljúfa sólardaga.

🎳 Lebowski Bar

Retro stemning, hamborgarar og kokteilar – með útisvæði þar sem þú ert í algjöru skjóli. Muna að nota sólarvörn!

📚 Penninn Eymundsson við Lækjartorg

Sólar svalir, kaffi og góð bók. Fullkomið fyrir þá sem vilja ró í sólinni með menningu í farteskinu.

🌼 Skólavörðustígur & Hallgrímskirkjutorg

Litrík gönguleið með listaverkum, útsýni og fullt af kaffihúsum. Þú getur stoppað, smellt mynd og haldið áfram í sólinni.

🪑 Bernhöftstorfa

Róleg og græn stemning við Baka Baka. Tilltu þér á bekk, fáðu þér kaffi og horfðu mannlífið.-

🌇 Arnarhóll

Sól, græn tún og útsýni yfir höfnina og gamla vesturbæinn. Frábær staður fyrir þá sem vilja rólegan sólardag með teppi og nestisbox.

🇩🇰 Jómfrúin

Hvað segir meira sól og stemning en danskt smörrebröd og lifandi jazz í portinu.

🏊 Sundhöllinn

Hvað er betra en að kæla sig niður með góðum sundsprett í gömlu góðu Sundhöllinni.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.