Sumargötur hefjast 2.maí

Mánudaginn 2.maí kl. 11:00 hefst hið árlega Sumargötuverkefni.Screen Shot 2016-05-01 at 22.13.29
Póst­hús­stræti við Kirkju­stræti verður göngu­gata frá 1.maí til 1.októ­ber. Gat­an verður opin fyr­ir akst­ur milli kl. 07:00 og 11:00 frá mánu­degi til föstu­dags. Hafn­ar­stræti verður göngu­gata að aust­an­verðu frá Póst­hús­stræti en um­ferð heim­iluð í Hafn­ar­stræti frá Tryggvagötu.

Lauga­veg­ur­inn, frá Vatns­stíg að gatna­mót­um Banka­stræt­is og Þing­holtstræt­is, og Skóla­vörðustíg­ur frá gatna­mót­um Bergstaðastræt­is að Banka­stræti, verður göngu­gata frá 1.maí til 1.októ­ber.

Auk þessa verður neðsti hluti Bergstaðastræt­is einnig gerður að göngu­götu. Það er gert vegna þess að Smiðju­stíg­ur, sem er í beinu fram­haldi af Bergstaðastræti, er lokaður vegna fram­kvæmda og því ekki hægt að kom­ast þá leið niður á Hverf­is­götu. Hliði verður bætt við á horni Bergstaðastræt­is og Skóla­vörðustígs sem verður lokað þegar þörf kref­ur.

Bekkj­um, blóma­ker­um og fleiri hlut­um verður komið fyr­ir á göt­un­um til að skreyta þær og skapa ákjós­an­leg­ar aðstæður fyr­ir fólk á svæðunum. Lauga­veg­ur verður málaður í fal­leg­um lit­um og unnið verður að ýms­um sum­ar­verk­efn­um á göngu­götu­svæðum. Bif­reiðastöður í sum­ar­göt­um verða óheim­il­ar eins og venja er.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík