Sumargötutímabili lýkur þriðjudaginn 22.september

21 september, 2015 Fréttir

Tímabili Sumargatna lýkur á morgun, þriðjudaginn 22.september, en vegna Samgönguviku var tími gatnanna framlengdur um viku frá upphaflegri áætlun um 15.september.

Í niðurstöðu dómnefndar um endurhönnun Laugavegar var stuðst við þau viðmið að jafnræði skuli ríkja milli gangandi umferðar og akandi og núverandi meirihluti Umhverfis- og skipulagssvið hefur lýst vilja til að halda verkefninu áfram a.m.k. út kjörtímabilið og vísar m.a.á  Strikið  í Kaupmannahöfn sem dæmi um vel heppnaða göngugötu.

Veitingamenn og rekstraraðilar ferðamannaverslana og tískuverslana við Laugaveg hafa almennt lýst ánægju með Sumargötur en  aðrir rekstraraðilar bent á að skortur á almeningssamgöngum og bílastæðum í miðborginni geri ýmsum viðskiptavinum erfitt um vik og að þeir hinir sömu leiti þá í vaxandi mæli annað til að stunda sín viðskipti.

Veðurblíða það sem af er hausti ætti þó a.m.k. ekki að fæla neinn frá því að heimsækja miðborgina.

IMG_4589

 

 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki