Annar dásemdardagur hafinn á Hvítasunnu. Mikil stemning ríkti í miðborginni í gær, laugardag, þegar White Signal og Sirkus Íslands hleyptu, ásamt völdu markaðsfólki, af stokkum nýja útimarkaðssvæðinu við Bernhöftstorfu. Vatnsboltar á Lækjartorgi og stóropnun á Laugavegi 77 áttu einnig sinn þátt í að laða mikinn fjölda að miðborginni.