Sýning um Þorskastríðið í Sjóminjasafninu

codwar

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna stendur yfir sýningin For Cod´s sake í Sjóminjasafninu. Það eru meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem standa að sýningunni en hún fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Við sögu koma fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands, grjótkast og árekstrar á hafi og landi og er margt sem fram kemur lítt þekktar staðreyndir. Um er að ræða líflega og skemmtilega sýningu um málefni landhelginnar okkar sem allir eiga að hafa gagn og gaman að því að líta á og eiga meistaranemarnir heiður skilinn fyrir að gera þessari sögu okkar góð skil. Opið er í sjóminjasafninu alla daga frá 10-17 en sýningunni lýkur 31. október.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.