Systrasamlagid

SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI, 101 Reykjavík

Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, var stofnað var í 15. júní 2013 við Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi og er að segja má alveg nýtt konsept í verslunar/kaffihúsarekstri á Íslandi.

Systrasamlagið er í senn töfrandi verslun og lífrænt kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi. Hafa andann alltaf með í efninu. Án aukaefna og sykurs.

Þannig tókum við systur, Jóhanna & Guðrún, þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum latté drykkjum (boðið  var upp á fyrsta túmeriklatté-inn hjá okkur 2015 ) og cacaóinu góða. Systrasamlagið var til að mynda fyrst til að selja saman holla og lífræna þeytinga og gæða súrdeigs samlokur. Ennfremur sem skálar Systrasamlagsins og annað góðgæti úr úrvals hráefni hefur náð miklum vinsældum.

Einnig má nefna að Systrasamlagið lagði á sig sjálfboðavinnu, til að byggja upp fyrstu reglulegu Samflotin á Íslandi. Upp úr því spruttu fjölmörg Sveitasamflot sem Systrasamlagið lagði grunninn að á Flúðum, í Laugaskarði og Varmá og hélt utan um í 6 ár.  Hitt er lika að Systrasamlagið er alveg örugglega fyrsta kaffihúsið á Íslandi sem lagði tarotspilin á borðið sem fólk hefur notið samhliða dagblaðalestri og notalegu spjalli.

Með þetta allt að leiðarljósi kom ekki annað til greina í okkar huga en að notast við niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir og að vanda okkur við flokkun sorps. Þannig höfum við verið plastlausar síðan 2013.

Það að taka hugmyndina um heilsubúð skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu, hefur sannlega vakið talsvert umtal og ahygli.

Við höfum líka lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade) efst á blaði og leggjum mikinn metnað í að orðsporið um fyrirtækið haldi áfram að spyrjast þannig út. Gildin eru skýr.

Það er gaman að geta þess að árið 2015 var Systrasamlagið valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi.

Árið 2017, nánar tiltekið, 10. mars flutti Systrasamlagið um set og er nú við Óðinsgötu 1 í Reykjavík (gegnt Mengi). Þar hefur m.a. bæst við regluleg hugleiðsla sem haldin er vikulega og stendur öllum opin og fjölmörg fræðandi og skemmtileg heilsunámskeið ásamt góðrir endurræsingu sem á vaxandi vinsældum að fagna.

Kærar kveðjur,

systur

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.