Tækifæri í verslun í miðbænum

15 október, 2019 Fréttir

Miðborgin okkar býður félagsaðilum á fyrirlestur um tækifæri í verslun í miðbænum, 22. október klukkan 08.00-09.45 að Fiskislóð 26.

Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf., mun halda erindi um tækifæri í verslun í miðborginni.
Kjartan veltir fyrir sér stöðu verslunar í miðbænum. Hvað vöxtur í netverslun þýði fyrir kaupmanninn á horninu? Hvernig ættu viðbrögðin að vera? Hvaða viðbrögð höfum við orðið vör við undanfarin fimm ár? Er hætta á að sumir heltist úr lestinni? Hvað er til ráða?

Allir rekstraraðilar í miðborginni eru velkomnir, aðildarfélagar að samtökunum Miðborgin okkar fá frítt, aðrir greiða 6000 kr. Skráning þátttöku sendist á [email protected]

Kjartan Örn Sigurðsson er framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf. sem hefur starfað með mörgum af stærstu verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins. Hann hefur setið í stjórn SVÞ og SA. Kjartan Örn er menntaður stjórnmálafræðingur með MBA próf frá Háskóla Íslands og hefur haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja á smásölumarkaði á Íslandi og Bretlandi síðustu 19 ár. Samhliða störfum sínum fyrir Verslanagreiningu er Kjartan starfandi meðeigandi í heildsölufyrirtækinu SRX ehf. Kjartan er vel kunnugur verslun í miðbænum en hann átti og rak verslanirnar Kvosina og Best of Iceland yfir fimm ára tímabil til 2017.

https://www.facebook.com/events/475418883057198/

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki