Tapasbarinn

Tapasbarinn er fullkominn staður til að skella sér á eftir vinnu og fá sér tapas og rauðvín í góðra vina hópi í skemmtilegri spænskri stemmningu! Þú getur smakkað um yfir 70 gómsæta tapasrétti, saltfisk, paellu, humar, lunda og svo miklu miklu fleira.

Lamb í lakkríssósu og beikonvafinn hörpuskel með döðlum er eitthvað sem allir verða að smakka, og að ógleymdum hvítlauksbökuðum humarhölum sem eru algert sælgæti!

Til að fá alvöru spænska stemmningu í æð, þarftu að smakka þeirra heimsfræga Sangria með fullt af ávöxtum og þeirra eigin leyniblöndu!

Spánverjar búa að ríkri tapas-hefð sem endurspeglar hinn spænska lífstíl. Að borða tapas er að borða frjáls frá reglum og stundaskrám. Tapas er fyrir þá sem vilja njóta lifssins og eiga notalegar stundir með góðum vinum.
Frábært er fyrir hópa að koma saman og hafa ótrúlega gaman.

Kíktu við á happy hour á Tapasbarnum alla daga frá 17 til 18. Sangria og léttvín í glösum, kokteilar og bjór á krana á hálfvirði.

Fyrir þá sem eru seint á ferðinni er gott að vita að Tapasbarinn er eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem er með opið eldhús til kl. 01:00 um helgar og 23:30 virka daga.

Opnunartímar: 17:00 til 23:30 sunnudaga til fimmtudaga og 17:00 til 01:00 föstudaga og laugardaga

Staðsetning: Tapas Barinn Vesturgötu 3b, 101 Reykjavík

Sími: 551-2344

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.