Tenórarnir þrír…afsakið fjórir!

Tónlist, jólasveinar og skemmtikrafta er að finna víða um miðborgina þessa dagana, ekki síst á sjálfri Þorláksmessunni., Í kvöld, Þorláksmessukvöld, verða tenórarnir þrír með sína árlegu jólatónleika í Jólabænum Ingólfstorgi. Að þessu sinni verður meira lagt í tónleikana en nokkru sinni áður. Risasviði hefur verið komið fyrir á Aðalstræti mót Austurstræti  með mögnuðu hljóð- og ljósakerfi sem að sögn mun ná eyrum þeirra sem standa við eystri endamörk miðborgarinnar, t.a.m. við Hlemm!

Undirleikari tenóranna er nú sem fyrr, sjálfur tónlistarstjóri Hörpunnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir.

Auk þess verður skartað sérstökum leynigesti, engum öðrum en hinum eina sanna…….

1.5875.big
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.