Það á að gefa FUGLUM brauð að bíta í…..

Nú hátíðin er gengin yfir og hefur margur lagt leið sína í miðborgina á þeim háannatíma sem jólin eru. Bærinn hefur  iðað af lífi í desember og margt verið um að vera; skemmtilegar uppákomur, söngur og gleði. Nú siglum við ljúflega inn í nýtt ár og mörg höfum við gert okkur ný plön, strengt áramótaheit og heitið fögrum tímum á komandi ári. Allt saman gott og blessað. Það er heilbrigt að staldra við á þessum tímamótum , skoða sig og máta.

Fagurt er um að lítast í borginni þessa dagana, sólsetrin hafa verið áberandi heillandi. Milt er í veðri og gott að ganga um. Útsölur standa yfir og gera nú margir góð kaup. Tilvalið er að hlýja sér yfir góðum bolla á kaffihúsum en svo má gjarnan minna á að  við Tjörnina bíða fuglarnir eftir  bita, en þeir eiga erfitt með að ná sér í æti nú þegar ís hefur verið yfir tjörninni um skeið. Þessa dagana ættum við því að geta sameinað ferðina í Miðborgina hreyfingu, góðum kaupum og því að gera góðverk  – með því að gefa öndunum brauð.

kirkja2
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.