The Visitors í Kling og Bang

1 desember, 2013 Fréttir

Fjölmenni var að Hverfisgötu 42 í gær við  opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar, The Visitors. Kling og Bang hefur tekið á sig nýja mynd til að hýsa þetta stórbrotna verk Ragnars, en fjöldi annarra listamannna kemur einnig að verkinu og þar má nefna Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Davíð Þór Jónsson, systurnar Önnu Kristínu og Gyðu Valtýsdætur, Kjartan Sveinsson o.fl. Verkið var tekið upp í Bandarísku sögufrægu setri í New York – fylki sem heitir Rokeby, og státar setrið af því að vera nánast ósnortið frá því á 19. öld og hefur verið í eigu sömu ættarinnar til dagsins í dag.

Sýningin stendur yfir til 9. febrúar 2014 og er opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18.Ragnarkpeople2

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki