Þriggja daga tónlistarveisla á Grandagarði

20 ára afmæli Menningarnætur í Reykjavík er framundan og verður einstaklega mikið um dýrðir um gjörvalla miðborgina á þeim Drottins degi, laugardeginum 22.ágúst, en hápunktur Menningarnætur er öllu jöfnu flugeldasýningin sem efnt er til við hafnarbakka miðborgarinnar kl. 23:00.

Landsbankinn leggur á ári hverju fram fjármuni sem hægt er að sækja um hlutdeild í og var í sl. viku kynnt hverjir hlotið hefðu styrki. Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk var þriggja daga Texas Blues & BBQ hátíð á Grandagarði sem skartar mörgum af fremstu blúsmeisturim þjóðarinnar.

Það er Magnús Ingi Magnússon veitingamaður á Sjávarbarnum og Texasborgurum sem á mestan veg og vanda af undirbúningi.

Hátíðin mun hefjast að kveldi fimmtudagsins 20.ágúst, halda áfram á föstudagskvöldi og ljúka með stæl á laugardagskvöldinu 22.ágúst, á sjálfri Menningarnótt. Screen Shot 2015-08-17 at 21.12.33

Screen Shot 2015-08-17 at 21.10.52Nánari upplýsingar um flytjendur getur að líta hér á síðunni.

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík