Þrítugasta Listahátíð í fullum gangi

vladimir_ashkenazy_hi_res_2a_credit_keith_saunders-1260x839

Listahátíð í Reykjavík hófst með dansgöngu í miðborginni síðastliðinn laugardag en með göngunni var vakin athygli á mikilli fjölbreytni í danslist á Íslandi. Danslistinni er reyndar gert hátt undir höfði á hátíðinni í ár, meðal annars með heimsókn San Francisco ballettsins sem sýnir hátinda úr ferli Helga Tómassonar, sem stýrt hefur flokknum í þrjá áratugi. Listahátíð stendur á tímamótum en ákveðið hefur verið að gera hana að tvíæringi á ný að hátíðinni í ár lokinni en hún var árlegur viðburður frá árinu 2005. Í kvöld mun aðalhvatamaður hátíðarinnar, Vladimir Ashkenazy, stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands en í fylgd með honum er verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet sem þykir einn fremsti túlkandi franskrar píanótónlistar í heiminum í dag.

Nánar um Sinfó, Ashkenazy og Bacouzet
hér:http://www.listahatid.is/vidburdir/ashkenazy-og-bavouzet/

Og um dagsskrá Listahátíðar hér:http://www.listahatid.is/dagskra/2016/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík