Þú lærir að verða íslenskur í Hörpunni

Screen Shot 2016-07-12 at 14.40.22HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES er leiksýning sem leikin er á ensku, samin af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason.

HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja að verða Íslendingar. Þetta er sprenghlægileg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Samstarf Bjarna Hauks og Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra getið af sér þrjár vinsælar sýningar; Hellisbúann, Pabbann og Afann. 

Sýnt í Hörpunni

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík