Tilraunauppistand snýr aftur

4 október, 2016 Fréttir

Tilraunauppistöndin snúa aftur á BAR 11

Greipur Hjaltason, einn flippaðasti uppistandari landsins, verður kynnir kvöldsins, ásamt blöndu af allskonar reyndum og óreyndum grínistum.

Tilraunauppistönd eru uppistönd þar sem nýir grínistar fá tækifæri til að spreyta sig og þeir reyndari prófa nýtt efni og halda sér í formi. Uppistand, töfrabrögð, spuni, tónlistargrín og öll möguleg grínform geta verið sýnd.

Það er alltaf ókeypis á Tilraunauppistönd.

Dagsetning: 6. okt. kl. 21:30

Staðsetning: Bar 11, Hverfisgata 18, 101 Reykjavík

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki