Tolli Morthens í Miðborgina

Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði í vikunni nýtt myndlistargallerí í miðborginni, við Laugaveg 19 þar sem áður var veitingahúsið Glætan og þaráður veitingahúsið Indó-Kína. Verk listamannsins frá ýmsum tímum verða til sölu í galleríinu með áherslu á nýrri verk. Kona Tolla, Gunný Isis mun reka galleríið og taka vel á móti gestum og gangandi. Fjölmennt og góðmennt var við opnunina á í gær, fimmtudag 10 april eins og þessar myndir eru til vitnis um.

kids Heiðdís Girls Tolli1
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.