Trio Mediæval og Saumur í Hallgrímskirkju

Screen Shot 2017-01-20 at 23.14.38

Hið víðfræga norska söngtríó Trio Mediæval heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, laugardaginn 21. janúar ásamt tríóinu Saumi, sem er skipað af Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og norska trompetsnillingnum Arve Henriksen. Trio Mediaeval er skipað söngkonunum Önnu Mariu Friman, Linn Andreu Fuglseth og Berit Obheim. Tríóið sem var stofnað árið 1997 í Osló hefur frá upphafi einbeitt sér að flutningi miðaldatónlistar og nýrrar tónlistar. Tríóið hefur gefið út sx hljómplötur hjá hinni virtu ECM útgáfu og hafa þær verið tilnefndar til Grammy verðlauna, prýtt efstu sæti Billboard lista og fengið frábærar viðtökur hjá stórblöðum á borð við The New York TImes. Trio Mediaeval hefur komið fram vítt og breitt í Evrópu og Bandaríkjunum á borð við Barbican Centre í London, Concertgebouw í Amsterdam og The Carnegie Hall í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem tríóið kemur fram á Íslandi.
Tríóið Saumur varð til með samnefndri plötu sem kom út hjá Mengi í júlí á síðasta ári, en þeir Skúli Sverrisson, Hilmar Jensson og Arve Henriksen eru í flokki með fremstu djasstónlistarmönnum Norðurlandanna og hafa verið í fararbroddi í norrænni og alþjóðlegri tónlistarsenu um árabil. Um einstakan viðburð er að ræða áhugafólk um tónlist ætti ekki að missa af. Á dagsskránni verða meðal annars íslenskar rímur og norsk þjóðlög í útsetningu tríóanna tveggja.

Miða á tónleikana má nálgast hér:
https://midi.is/tonleikar/1/9945/Rimur_og_Saumur

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.