Múspellsynir og Postartica spila á Fjórumfjórðu tónleikaröð Hins Hússins n.k. laugardag þann 22.febrúar. Tónleikarnir byrja kl:15:00 í betri stofu hússins og er frítt inn og kaffi á könnunni. Múspellssynir er hljómsveit sem var stofnuð í Hafnarfirði þann 30. mars árið 2012. Meðlimir hennar eru þeir Kjartan Sveinsson (bassi), Kristófer Gíslason (gítar) og Nökkvi Gíslason (trommur). Þeir spila drungapopp og tóku þátt í Músíktilraunum 2013 og Postartica tók þátt í Músíktilraunum árið 2011.
Rannveig Lind Bjargardóttir opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu,Pósthússtræti 3-5. n.k. laugardag 22.02. kl. 16:00. Sýningin ber nafnið “Kátína” og er henni ætlað að gleðja augu sýningargesta með litadýrð og fígúrum. Myndirnar eru málaðar á striga með akrýl málningu. Allir velkomnir á opnunina eða síðar.